Duldir og ekki svo duldir fordómar sem ég hef upplifað;
My all time fave þegar mamma var beðin um að alla ekki upp annan Breivik hér á landi þegar ég tjáði mig um uppbyggingu á Mosku í Rvk
Þegar ég fékk leiðbeiningar til að sækja um framhaldssnám á ensku (sýndist það vera ætlað alþjóðanemum?)
Þegar ég var ávörpuð á ensku í byrjun tíma sem ég kenndi og fékk svo „ó þú ert íslensk eða nei ég meina þú ert ekki íslensk en talar íslensku” ég hafði samt sent fjölmarga pósta á íslensku
Þegar ég fæ að heyra að ég tala ógeðslega góða íslensku miða við það að vera ekki íslensk
Þegar ég var lítil og ein vinkona sagði fjölskylduna mína vera bara túrista á Íslandi
Þegar ég mætti til heilbrigðisstarfsmanns og hann ákvað að úthúða innflytjendur sem ónytjunga en það ætti ekki við um mig því ég talaði íslensku og var „flott“
Þegar krökkunum í bekknum fannst fyndið að kalla mig terrorista því ég væri múslimi
Þegar ég mætti með pabba mínum (heyrnaskertur) til bílasala og hann þakkaði mér fyrir að koma og ~túlka~
Pabbi er fullfær í íslensku hann bara heyrir illa
Þegar ég segi fólki frá velgengni foreldra minna og það endar kjaftstopp því innflytjendur (ekki vestrænir) eiga að vera afætur
Þegar fólk horfir á mig í dágóða stund og spyr mig hvaðan ég sé eins og það standi útlendingur á enninu á mér
Þegar ég fékk skilaboð á ensku frá íslenskum manni að bjóða mér herbergi til leigu því ég var í alþjóðagrúbbu HÍ.
Ég óskaði aldrei eftir neinu.
Þegar ég var sett í sérkennslu í íslensku í fyrsta bekk einungis vegna þess að ég var tvítyngd. Aldrei verið vesen fyrir mig að tala eða skrifa á íslensku. Þetta var ekki val.
You can follow @Chronic_Thunder.
Tip: mention @twtextapp on a Twitter thread with the keyword “unroll” to get a link to it.

Latest Threads Unrolled:

By continuing to use the site, you are consenting to the use of cookies as explained in our Cookie Policy to improve your experience.