Warum frauen? Af hverju eru svona margar íslenskar knattspyrnukonur að semja erlendis?
Af því að atvinnumennskan er að breytast. Lið eru að undirbúa sig undir færslu kv.boltans nær karla umhverfinu. /Þráður
Sl. ár sáu stórlið vaxtarmöguleikana hjá konum. 2014 var ég í Dortmund og stjórnendur ypptu öxlum "warum frauen?" .
Í Mönchengladbach var eigandinn hins vegar farinn að skipa fyrir að hann vildi sjá ungar konur geta speglað sig í félagslitunum. Dortmund mun hefja keppni í haust.
Hvati liðanna er tvíþættur, tekjumöguleikar með því að bæta helming mannkyns í viðskiptamannahópinn sem kaupir treyjur, áskriftir ofl. En hann er einnig í mörgum tilvikum drifinn áfram af aukinni samfélagslegri meðvitund.
Dortmund, Barcelona, Real Madrid og Man Utd segjast vera mikilvægar stofnanir í samfélagi sínu. Margir innan félaganna hafa bent á að það sé ómögulegt án þess að vera með kvennalið og drifið áfram breytingar.
Fyrirmyndin er Lyon. Aulas, forsetinn hefur uppskorið ekki bara í titlum heldur jákvæðum áhrif á allt félagið. Hann spáir því töluverðri aukningu á tekjum inn í kvennaboltann þennan áratuginn og telur fjárfestinguna góða.
Á Íslandi setja td. Valur og Breiðablik yfirlýstan metnað í kvennastarfið sem hefur jákvæð áhrif á alla umgjörð félagsins. Þau og fleiri eru nú farin að byggja módel á að selja og lána leikmenn sína erlendis.
En af hverju íslenskir leikmenn í stórlið erlendis? Þær sem eru að leiða bylgjuna núna voru 8-14 ára þegar landsliðið fór á EM 2009. Sýnilegar fyrirmyndir og aukinn áhugi gaf þeim vítamínssprautu. Meiri áhugi félaganna, þjálfara og foreldra ýtti enn frekar undir.
Íslenska uppeldiskerfið er í heimsklassa, við vanmetum það rosalega og þetta eru mjög efnilegir leikmenn. Sara Björk hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ímynd íslenskra knattspyrnukvenna og rutt brautina meira en fólk áttar sig á.
Í boði eru ekki miklar upphæðir í samanburði við karlaboltann. Enn eru stór svæði sem gefa af sér frábæra leikmenn karlamegin vanþróuð. Umboðsmennska og scouting eru kaos í kvennaboltanum.
En það munu mörg glerþök liggja í valnum eftir tíu ár. Þetta er rétt að byrja.
You can follow @dadirafnsson.
Tip: mention @twtextapp on a Twitter thread with the keyword “unroll” to get a link to it.

Latest Threads Unrolled:

By continuing to use the site, you are consenting to the use of cookies as explained in our Cookie Policy to improve your experience.